Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Við kynnum nýjan bloggara á KRÓM, hún er ævintýrakona og heimshornaflakkari.

VIð kynnum til sögunnar hana Ásu Steinars sem er svo sannarlega spennandi viðbót við KRÓM teymið, það verður án efa spennandi að lesa bloggið hennar Ásu þar sem hún er sannkölluð ævintýramanneskja og heimshornaflakkari. Við lögðum nokkrar spurningar fyrir hana Ásu.

img_0543

Segðu okkur aðeins frá þér

Ég heiti Ása Steinars og er 25 ára gömul, fædd og uppalin í Noregi en flutti til Íslands sjö ára gömul. Ég sækist mikið í ferðalög og upplifanir, en elska ekki síður að veita öðrum innblástur til þess að gera slíkt hið sama. Að loknu háskólanámi fór ég að setja spurningarmerki við lífsgæðakapphlaupið sem er ansi ríkjandi í okkar samfélagi. Ég ákvað í skyndi að flytjast til Tyrklands og starfa þar sem fararstjóri. Nokkru síðar lagði ég af stað í árs bakpokaferðalag um Asíu en síðan þá hef ég krossað út 52 lönd af heimslistanum og er líklegast ekki að fara að festa rætur á næstunni.

Í dag starfa ég fyrir Guide To Iceland sem er leiðandi í ferðamennsku á Íslandi. Þar snýst allt um ferðalög og ævintýraferðir og mætti því segja að þetta sé draumadjobbið fyrir mig.

Hér á króm.is hlakka ég til að deila með ykkur persónulegum ferðasögum, heimspekilegum pælingum, fallegum ljósmyndum og ýmsum ráðum tengt því að ferðast.

Hvað finnst þér mest heillandi í fari annara?

Sönn ástríða. Fátt meira heillandi en að sjá kraftinn sem drífur fólk áfram til að gera það sem það elskar.

Hvað dreymir þig um að eignast?

Úff, ansi margt…En akkúratt núna tengist það allt myndavélabúnaði. Nýjar linsur, GoPro og dróna.

Uppáhalds borgin?

Tokyo, hún er ólík öllum öðrum borgum sem ég hef heimsótt. Það er þvílík upplifun að ganga um þessa ótrúlegu flottu borg og fylgjast með umhverfinu. Maður upplifir allt sjónarspilið, hljóðin og fólkið sem þýtur um í allar áttir. Borgin er mjög nútímaleg, en þrátt fyrir það leynast falleg búddahof innan um öll háhýsin.

15054357-tokyo-november-25-people-crossing-street-at-hachiko-crossroad-in-shibuya-district-on-november-25-201-stock-photo
Hvaða staður í heiminum hefur komið þér mest á óvart?

Það er mjög erfitt að velja, en mér afar minnistætt þegar ég heimsótti síðasta hreindýraættbálkinn í Mongólíu. Fólkið þar lifði nær eingöngu á samlífi við hreindýr sem sáu þeim fyrir mat, fötum og flutningum milli staða. Það tók mig um 3 daga á hestbaki að komast að ættbálknum sem býr á hásléttu við landamæri Síberíu. Leiðina er hvergi að finna í túristabæklingi eða á netinu og þurfti ég að reiða mig á ábendingar heimamanna. Þetta var sennilega með erfiðari dögum sem ég hef upplifað en einnig þeir eftirminnilegustu.

Hvaða 4 frægum einstaklingum myndir þú bjóða í matarboð og hvað væri í matinn?

Dalai Lama, Páli Óskari, svo uppáhaldsparinu mínu Blake Lively og Ryan Reynolds

Ég myndi bjóða upp á MangoChutney Ritz Kex kjúlla, því það er minn einkennisréttur!

mynd

Vekomin i KRÓM teymið Ása

krom215-2