Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Vítamínbomba – Hreinsandi ofurdrykkur

Uppskrift

1 msk ferskur engifer
100 gr ananas
1/2 agúrka
1/2 límóna (hýði tekið af)
Góð hnefafylli af grænkáli
3 litlir knúppar af brokkolí
1/2 – 1 bolli eplasafi eða eftir smekk

Allt sett í blandara og blandað þangað til það er silkimjúkt.

Grænkálið er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst og inniheldur m.a. A, C, og E vítamín, járn, kalk, magnesíum og fólínsýru. Grænkálið hefur góð áhrif á ristil, þarma og lifrina.