Vol 1 – Eitt af heitustu innanhús-trendum 2018 er Modern Maximalism

Við ætlum á næstu dögum að skoða það sem talið er að verði heitt í innanhúshönnun 2018 og byrjum á:

Modern Maximalism

Árið 2017 og nokkur ár þar á undan hafa verið frekar minimalísk en núna árið 2018 verður breyting þar á í hina áttina

“The ’80s maximalist trend is back in a big way,”

Við komum til með að sjá fleiri hluti, liti og munstur allt blandað saman í einu rými.

Það er ekki bara litlu hlutirnir eins og mottur og púðar sem verða í áberandi litum við sjáum líka húsgögn og veggi jafnvel skrautlegar mottur og áberandi veggfóður á sama stað.