ErnaKristín skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Vorið er að koma – Innblástur sem samanstendur af ferskleika og klassík!

Lindex Lookbook fyrir vorið 2018 samanstendur af ferskleika, navy sjóara áhrifum í bland við franskan kvenleika.
Línan er klassísk með blöndu af nútímalegu efnisvali, áferð og litum.

Lína er æðisleg! VÁVÁVÁ….get ekki beðið! 

All red….love it! 

“Persónulegur stíll umfram tískutrend er að verða mikilvægara. Þetta tímabil snýst um að vera kvenleg á þann hátt sem þú kýst sjálf, að tjá þinn eigin stíl í þægilegum og endingargóðum fötum 
segir Pia Ekholm, yfirhönnuður og innkaupastjóri dömudeildar Lindex

Í línunni eru kvenlegar flíkur með áherslu á mittið og berar axlir.

Navy blár, beislitaður og kremhvítur er grunnliturinn, ljósblár, rauður og gulur minna á ferskleika vorsins.

Lykilflíkurnar eru bómullarskyrtur, röndóttir bolir, gallabuxur og sumarjakkinn með nýjum smáatriðum og í ferskum lit eins t.d. rauði Trenchfrakkinn sem er ómissandi til að setja punktinn yfir i-ið.  

Lykilfylgihlutir fyrir vorið eru áberandi eyrnalokkar og netapokinn í nútímalegri útfærslu eða stór taska í skærum lit. 

Línan er síðan væntanleg í verslanir Lindex 1.feb og ég get ekki beðið eftir að skoða úrvalið betur!
Þessi lína er ÆÐI!

Einnig minni ég á heimasíðu Lindex, en þar er hægt að versla á netinu! Lindex.is

Þar til næst

xx

Erna Kristín