Ó ég varla get skrifað þessa færslu án þess að fá tár í augun…
Ítalía var ekki lengi að grípa hjörtu okkar..með fallgri og áhugaverðari löndum sem ég hef upplifað. Ítalía er falleg hvar sem er….á hverju horni eru eldgamlar kirkjur og byggingar, sólblómaakrar og þvílíku hæðirnar og vínekrunar sem gleipa mann í dýrð sinni.
Við eyddum fyrstu vikunni okkar á Toscana héraðinu, langt uppi í sveit með allskonar gömlum og sætum bæjum í grendinni..þvílíka róin og náttúruorkan sem var þarna…yndislegt í alla staði.
Florence var ekki í nema klukkutíma fjarlægð og því ekkert annað í boði en að gera sér ferð þangað, og við sjáum sko ekki eftir því…
Sólsetrið á Ítalíu var eitthvað annað, en hér á myndinni er ég að dást af sólsetrinu eftir vínsmökkunarferð með vinum og vinkonum, mæli með að fara saman sem hópur í vínsmökkun, það er rosalega gaman að fræðast um framleiðsluna, vínberin og smakka allskonar eðal vín með góðu meðlæti. En við vorum semsagt seinni vikuna í Villu með allri fjölskyldunni og giftum okkur þar….það er efni í nýja færslu.
Þar til næst
xx
Erna Kristín / Instagram : Ernuland