Blómkálspizza:
25 g möndlur
1 matskeið hörfræ
1 matskeið sesamfræ
1 dl mozzarella ostur
1 blómkálshaus
2 egg
Öll hráefnin fara í matvinnsluvél nema fræin og eggin, þau fara svo með blöndunni í aðra skál og öllu hrært vel saman. Deigið er flatt út á bökunarpappír og bakað við 180° í um það bil 20 mínútur. Svo er bara að velja sér girnilegt álegg og sósu, en eftir að öllu er bætt á deigið er hún bökuð aftur þangað til að osturinn verður gylltur.