Þessi græni er í uppáhaldi og einn sem ég reyni að fá mér daglega.
Mér finnst hann halda blóðsykrinum jöfnum og sækist ég í meira grænmeti og ávexti yfir daginn þegar ég fæ mér hann. Þegar ég kaupi í hann kaupi ég alltaf fyrir fjóra daga og skal ég setja innkaupalista af því hér fyrir neðan.
Mér finnst lang einfaldast að eiga Nutribullet (ekki samstarf) fyrir þennan drykk, sem og nánast alla aðra drykki, en slík græja einfaldar svona “boost/djúsgerð” svo mikið.
Þessi uppskrift býr til tvo djúsa sem er hægt að drekka að morgni og seinni part eða deila með einhverjum.
Innihald
- 1-3 sellerý stiklar (ef þú ert viðkvæm fyrir sellerý bragði þá ekki meira en 50 gr)
- ½ agúrka
- 1 pera
- 1 lime kreist
- Engifer að smekk
- Handfylli af spínati
- Ca 1-1,5 bolli vatn (magn fer eftir hvað þú vilt hafa djúsinn þunnan)
Aðferð
- Þvo sellerýið og spínatið
- Afhýða agúrkuna, peruna og engiferið.
- Skera allt niður í bita og setja í Nutribullet.
- Kreista lime og bæta við vatni.
- Blanda síðan öllu í Nutribullet og helli klökum yfir – djúsinn er bestur ískalldur.
Innkaupalisti fyrir djús í fjóra daga:
- Búnt af sellerý
- 2 agúrkur
- 4 perur
- 4 lime
- Engiferrót
- Spínat poki
XX
Sigrún