Flauelskransar
Þessi grein um flauelskransa er frá því í fyrra gaman að skoða aftur þegar jólin eru rétt handan við hornið.
Við föndruðum nokkra fallega flauelskransa bæði með gervi greni og svo með ekta greni. Allt efnið sem við notuðum er frá Föndru Dalvegi en við erum í samstafi við verslunina.
Það er mkið úrval af fallegum efnum í öllum litum hjá Föndru við tókum 30 cm í lit sem við klipptum svo í þrjár 10 cm lengjur til að vefja kransinn.
Við völdum okkur fullt af flottu efni í kransana blúndur, borða, kögur trékúlur og fl.
Þessir tveir eru með gervigreni og hægt að pakka niður í geymslu með öðru jólaskrauti þegar jólin eru búin.
Síðan gerðum við þrjá með ekta greni en það þarf að taka það af eftir jólin enda orðið þurrt og farið að detta af því.
En það er alveg þess virði lyktin er góð og áferðin er svo falleg.
Nú er bara að skella sér í Föndru og velja lit og tilheyrandi skraut og föndra fallegan flauelskrans.
#samstarf