Ég eignaðist dásamlegan dreng í apríl á þessu ári en fyrir á ég einn 3 ára. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga tvo yndislega stráka og hef lært ótrúlega margt á þessum stutta tíma sem ég hef verið móðir. Báðar meðgöngur gengu vel en ég fékk mikla grindargliðnun, sérstaklega á fyrri meðgöngu. Fæðingarnar mínar gengu eins og í sögu en ég var búin að kynna mér og æfa Hypnobirth tækni, ég skal skrifa um það bráðlega því ég mæli svo ótrúlega mikið með því!
2012 vs. 2015 báðar teknar nokkrum dögum fyrir fæðingu
Þetta augnarblik er allt!
Eldri strákurinn er með mikið fæðuofnæmi og fyrstu mánuðurnir hefðu mátt ganga betur, við vissum ekki hvað var að angra hann og þar að leiðandi svaf ég mjög illa. Svefn eins og margir vita er mikilvægur fyrir geðheilsuna og ef við fáum ekki nægan svefn getum við orðið smá “kúkú“. Ég fékk heldur betur að upplifa það og leiddi til þess að ég fékk fæðingarþunglyndi… Ég er ennþá að viðurkenna það og segi alltaf æjj ég fékk bara smá svona baby blues, finnst auðveldara að segja það. Ég fór að vera mikið heima, vildi ekki fara neitt eða gera neitt, fannst erfitt að fá heimsóknir og fékk mikin kvíða. Sem betur fer lagaðist það fljótt og við tók allt annað líf.
Núna í apríl þegar ég eignaðist seinni strákinn var ég svakalega meðvituð um það að reyna að gera allt til að láta mér líða vel. Ég komst snemma að því að sá yngri er líka með fæðuofnæmi og tók ofnæmisvalda úr mataræðinu. Hann fór að sofa illa og greindist með bakflæði, ég passaði mig að leggja mig með honum og það bjargaði miklu.
Ég hef passað að vera dugleg að kíkja út, hitta fólk og gera eitthvað sem ég hef gaman að. Vinkona mín sem á barn á sama aldri hafði samband við mig og spurði mig hvort ég vildi koma með henni í ungbarnanudd. Ég ákvað að skella mér og það var yndislegt! Þetta voru 4 skipti og klukkutími í senn. Ég lærði tækni við að nudda lillann frá höfði og alveg niður í tær, við lærðum hvernig er best að losa um loft í maga og koma hreyfingu á meltingu. Einnig hvernig er best að losa stíflu í nefinu eða þrýsting sem myndast þegar þau fá kvef.
Auk þess getur nuddið
-
Bætt svefn.
-
Aukið öryggistilfinningu.
-
Dregið úr magakrömpum.
-
Aukið blóðflæði.
-
Styrkt ónæmiskerfið.
-
Myndað sterkari tengsl milli barns og þess sem nuddar.
-
Mæður sem þjást af þunglyndi eftir fæðingu geta haft mikið gagn af nuddinu.
Það er ótrúlegt hvað er hægt að hjálpa svona litlum kroppum bara með því að nudda þau og þetta hefur svo sannarlega komið sér vel fyrir okkur! Svo er þetta bara svo yndisleg stund með barninu og frábær tengslamyndun. Minn 3 ára elskar líka að fá smá nudd fyrir svefnin og ég mun halda þessu áfram svo lengi sem þeir elska þetta. Það var líka svo ótrúlega notarlegt að koma og hitta aðrar mæður með börnin sín og ræða saman um hitt og þetta. Ég fór á námskeið hjá Nálar og nudd en það er hún Hrönn sem kennir námskeiðið. Hún er yndisleg og með frábæra nærveru, góður kennari og passar að öllum líði vel og viti hvað þeir eru að gera.
Arnar Breki með Elmu vinkonu sinni á leiðinni í nudd
Mjög notarlegt og afslappað umhverfi, kennt er í litlum hópum
Arnar Breki elskar fótanudd og er hérna afslappaður á meðan ég nuddaði tásurnar
Þessi lilli var sko ekkert ósáttur með nuddið og steinsofnaði… Hversu yndislegt!
Ég mæli með svona námskeiði og tilvalið fyrir ykkur sem þekkið einhverja nýbakaða móður eða föður eða einhverja sem er ólétt að gefa gjafabréf á svona námskeið í jólagjöf! Ef ykkur langar að kynna ykkur þetta betur mæli ég með að kíkja á Nálar og Nudd HÉR eða facebook HÉR
Fór aðeins út fyrir þægindarammann með þessum skrifum en það er ekkert gaman að vera alltaf inn í rammanum… Fínt að kíkja aðeins út fyrir!
Íris Tara