Eftir að ég hætti að vera bara Oddný og varð mamma Oddný eru veraldlegar langanir mínar oftar en ekki tengdar drengjunum mínum.
Mig langar í hitt og þetta fyrir þá en oftast langar mig að stoppa upp augnablig, hægja á tímanum og vegna þess að það er ekki hægt þá í öllu falli eiga sem flestar minningarnar af þeim á veraldlegu formi.
Þessi vara er því eitthvað sem vakti einlæga athygli mína frá fyrstu sýn.
Alin, sérhönnuð mæliprik frá hönnuðunum sem saman kalla sig AGUSTAV. Alin kemur í fæðingarlengd barns með áletrun fyrir þá sem kjósa með nafni og fæðingarþyngd og fæðingardegi.
AGUSTAV bjóða upp á að panta Alin tilbúið eða gjafabréf fyrir því sem væri til dæmis dásamleg gjöf fyrir verðandi foreldra. Í hröðum heimi þegar flestir eiga flest og vantar ekki margt þá er þetta gjöfin sem skilur eftir sig minningu af bestu augnablikum lífsins.

Fyrir á ég bókasnaga frá AGUSTAV sem er ein uppáhalds mublan mín (hana átti ég fyrir og er ekki unnin í samstarfi þó þar hafi aðdáun mín á umræddum hönnuðum hafist). Þegar við fluttum á nýja heimilið var augljóst fyrir mér hvernig Alin prikin okkar eiga heimili við hlið hillunnar.

Hér má skoða Alin (og aðrar vörur AGUSTAV) og panta annaðhvort tilbúið Alin eða gjafabréf fyrir þau börn sem eru á leiðinni heim
Ykkar samstarfs en þó svo einlæg, Oddný
Alin prikin fékk ég að gjöf