Ég veit að það er bara nóvember en ég er farin að hlakka SVO til jólanna! Og ef að það er eitthvað sem að verður að vera klárt fyrir fyrsta desember þá eru það jóladagatöl, og það er heldur betur nóg af flottum dagatölum til að velja úr.
Út með súkkulaði og inn með snyrtivörur! Hér eru nokkur af bestu aðventudagatölunum í ár og linkar undir myndunum.
MAC
MAC gaf út sitt fyrsta aðventudagatal í ár og það eru svo sannarlega ekki vonbrigði. Inniheldur Prep+Prime, augnhár, Ruby Woo varaliturinn, strobe creme og 20 fleiri gjafir.
ASOS
Ein helsta verslunarvefsíða Íslendinga er mætt með fjölbreytt og frábært úrval. Þar er að finna vörur frá Bobbi Brown, Clinique, Benefit og meira að segja Skyn Iceland.
THE BODY SHOP
Ekki bara eitt, tvö eða þrjú heldur FJÖGUR mismunandi aðventudagatöl komu frá The Body Shop í ár.
NET-A-PORTER
Unnendur merkjavara þekkja Net-a-Porter eins og handabakið á sér og ættu nú sannarlega að geta glaðst yfir þessu fallega dagatali.
L´OCCITANE
Þessar litríku, ilmandi og náttúrulegu vörur eru vísar til þess að gleðja allan desember.
KIEHL´S
Í þessu dagatali má finna maska, serum, rakakrem og fleira sem að húðin þín þráir á köldum vetrardögum.
RITUALS
Ég persónulega elska vörurnar frá Rituals. Þetta dagatal er fullt af mismunandi vörum sem koma í litlum öskjum og jólatré til að hengja þær á!
Þetta er auðvitað bara brot af öllum þeim aðventudagatölum sem eru að koma í búðir og vefsíður, það er svo sannarlega til eitthvað fyrir alla.
Njótið nóvember elsku lesendur
♥
Stefanía