Ert þú búin að ganga í gegn um það að verða hallærislega típan
Ég hitti nokkrar konur um daginn og flestar áttum við eða höfum átt unglinga sem tóku hressilega út gelgjuna. Það að breytast í hallærislegu típuna gerist á augabragði og þú áttar þig kannski ekki alveg á því strax.
Allt í einu er bílhurðinni nánst skellt á munnin á þér þegar þú ætlar að kyssa barnið bless fyrir utan skólann. Þú átt ekki að tala of mikið við vinina og alls ekki spurja þá hallærislegra spurninga sem er nánast allt. Ekki dansa eða fíflast fyrir framan unglinginn það er ógeðslega hallærislegt svona yfirleitt. Meira að segja nestið í skólann getur verið hallærislegt.
Að mínu mati eru unglingnsaldurinn æðislegur getur verið sjúklega fyndið að horfa upp á þessa sjálfhverfu einstaklinga og þeirra viðhorf. Kannski af því að við vitum að þetta er í flestum tilvikum tímabil sem gengur yfir.
En það eru ýmsar hættur sem þarf að varast og sérstaklega þegar kemur að netnotkun. Á síðu umboðsmanns barna eru upplýsingar sem foreldrar, börn/unglingar ættu að kynna sér saman og setja mörk á það efni sem leifilegt er að skoða. Einnig er mikilvægt að vera fyrirmynd barnanna okkar og kenna þeim hvernig á að hegða sér á samfélagsmiðlum HÉR
Ég hef svo sannarlega upplifað öfgar frá því að vera með dóttur mína eins og framlengingu af sjálfri mér í það að vera ekkert svo sérstaklega vinsæl lengur. Vinirnir verða allt í einu nánast það eina em skiptir máli og hjarðarhegðun tekur sig upp. En þegar á reynir erum við foreldranrnir alltaf best það er alveg bókað mál.
Að sjálfsögðu eru börn og unglingar misjöfn eins og þau eru mörg og þetta á alls ekki við um alla 🙂